Þessi mynd verður á sýningu í Birmingham í Englandi frá 17-20 september 2022. Sýningin er einn stærsti ljósmyndaviðburður í heiminum og ber yfirskriftina The Photography Show.
Myndin er tekin á Ytra-Skógarnesi á Snæfellsnesi árið 2021 en þar er gamalt eyðibýli og eru mannanna verk þar farin að láta verulega á sjá. Fyrirsætan sem styllti sér svo snilldarlega upp í stefni gamla bátsins á staðnum. er Kristján Jón Arilíusarson frá Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi.